Afhending Hátíðlegt á Alþingi.
Afhending Hátíðlegt á Alþingi. — Ljósmynd/Alþingi

Það var hátíðleg athöfn í Alþingishúsinu á fimmtudaginn í boði forsætisnefndar þingsins þegar Björn Bjarnason fyrrv. þingmaður og systkini hans afhentu Alþingi til eignar og varðveislu gömul Alþingistíðindi frá árunum 1845-1971. Ritin hafa verið eigu þriggja þingforseta, þeirra Magnúsar Stephensen, Benedikts Sveinssonar og Bjarna Benediktssonar.

Björn greinir frá því á vefsíðu sinni að bækurnar, sem eru samtals nokkur hundruð á um 15 hillumetrum, voru á heimili Bjarna Benediktssonar í Reykjavík frá 1955 til 2024 og frá 1970 í vörslu Björns sjálfs.

Í ræðu sem Björn hélt við afhendingu bókanna sagði hann það hafa sérstakt gildi að þær tengdust nöfnum þriggja þingforseta sem spönnuðu tæplega eina öld í sögu Alþingis. Þá nefndi hann að í hópi viðstaddra væru þrjú sem setið hefðu á Alþingi og ættu Benedikt Sveinsson fyrir afa. Frændi þeirra systkina, Halldór Blöndal, hefði auk þess verið þingforseti frá 1999 til 2005.

Björn sagði við tilefnið að í forsetatíð

...