Vinstriflokkabandalagið Nýja Alþýðufylkingin í Frakklandi er stærsti flokkurinn á franska þinginu eftir síðari umferð frönsku þingkosninganna í gær – niðurstaða sem ekki hafði verið talin sú líklegasta eftir fyrri umferð kosninganna
Sigurviss Jean-Luc Mélenchon var snöggur í ræðustólinn við lok kosninga.
Sigurviss Jean-Luc Mélenchon var snöggur í ræðustólinn við lok kosninga. — AFP/Sameer Al-Doumy

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

Vinstriflokkabandalagið Nýja Alþýðufylkingin í Frakklandi er stærsti flokkurinn á franska þinginu eftir síðari umferð frönsku þingkosninganna í gær – niðurstaða sem ekki hafði verið talin sú líklegasta eftir fyrri umferð kosninganna. Þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær hafði Alþýðufylkingin hlotið 176 þingsæti, Endurreisnarflokkur Emmanuels Macrons forseta 154 og Þjóðfylking Marine Le Pen 140.

Kosið um 501 þingsæti

Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem birtar voru á slaginu klukkan 20 að frönskum tíma, þegar kjörstöðum var lokað, var Nýju Alþýðufylkingunni spáð 172 til 192 þingsætum en franska þingið telur 577 sæti og stóð síðari umferðin í gær um 501 þeirra. Niðurstaða fékkst í 76 kjördæmum í fyrri umferðinni á sunnudaginn fyrir viku.

...