Göngumaður­inn sem viðbragðsaðilar leituðu að í Suður­sveit á föstudag fannst lát­inn síðdegis þann dag. Ásamt lög­reglu tóku björg­un­ar­sveit­ir og þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar þátt í leit­inni. Ekki hafði sést til mannsins í um það bil…

Göngumaður­inn sem viðbragðsaðilar leituðu að í Suður­sveit á föstudag fannst lát­inn síðdegis þann dag. Ásamt lög­reglu tóku björg­un­ar­sveit­ir og þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar þátt í leit­inni.

Ekki hafði sést til mannsins í um það bil sól­ar­hring og rann­sókn lög­reglu leiddi í ljós að lík­leg­ast væri að hann hefði ætlað að ganga krefj­andi leið frá Kálfa­fellsstað upp á Birnudalstind. Í Facebook-færslu Björgunarfélags Hornafjarðar kemur fram að þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafi strax verið kölluð út til að koma að leit­inni ásamt björg­un­ar­fé­lag­inu. Sleðahóp­ur á veg­um björg­un­ar­fé­lags­ins lagði af stað frá Skála­fells­jökli og skoðaði Miðsfell­segg og svæðið í ná­grenni Birnu­dalstind. Að því loknu gekk hóp­ur­inn á móti göngu­hóp sem lagði af stað frá Kálfa­fellsstað á sama tíma. Maður­inn fannst lát­inn fyr­ir botni Birnu­dals.