Hluthafar Kjarnafæðis Norðlenska hf. (KN) hafa samþykkt tilboð Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um kaup á allt að 100% hlutafjár í KN. Hluthafar sem eiga meira en 56% í KN hafa þegar samþykkt að selja sinn hlut
Breytingar Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Kjarnafæði Norðlenska hf.
Breytingar Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Kjarnafæði Norðlenska hf. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Ellen Geirsdóttir Håkansson

ellen@mbl.is

Hluthafar Kjarnafæðis Norðlenska hf. (KN) hafa samþykkt tilboð Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um kaup á allt að 100% hlutafjár í KN. Hluthafar sem eiga meira en 56% í KN hafa þegar samþykkt að selja sinn hlut. Þetta kom fram í tilkynningu frá KN í gærkvöldi. Þar segir að hluthafar Búsældar ehf., félags bænda sem er eigandi rúmlega 43% hlutafjár, muni ákveða hver fyrir sig hvort þeir selji sína hluti en Eiður Gunnlaugsson og Hreinn Gunnlaugsson, sem hvor um sig á rúmlega 28% hlutafjár, muni selja allt sitt hlutafé. Greint er

...