Hvernig í ósköpunum ætlar hann að fara að því að halda sér vakandi allan þann tíma?

Maður er svona hægt og bítandi að átta sig á þeirri djöflasýru sem forsetakosningarnar í Bandaríkjunum virðast ætla að verða. Pælið í því að maður er yfir höfuð að skrifa þessa setningu! En svona er þetta nú bara. Okkar besti maður, Sigurbjörn Árni, þarf að taka frá rúman tíma, þegar hann verður búinn að gera Ólympíuleikunum skil, en ég held að enginn annar sé þess umkominn að lýsa því sem fyrir augu kemur til með að bera fram til 5. nóvember.

Við erum annars vegar með gamlan mann sem gerði sér lítið fyrir og sofnaði hér um bil í kappræðum á dögunum sem hann átti sjálfur aðild að. Er það ekki ákveðin vísbending um að hann sé mögulega, ef til vill og kannski rangur maður, á röngum tíma í kolvitlausu húsi? Flestir geta verið sammála um að gamla manninum hafi farið aftur síðan hann tók við embætti forseta fyrir hálfu fjórða ári. Og nú vill hann sitja í hálft fimmta ár í viðbót. Hvernig í ósköpunum ætlar hann að fara að því að halda

...