Tæri er yfirskrift sýningar Erlu. S. Haraldsdóttur í Neskirkju en þar sýnir hún málverk, teikningar og veggmynd. Verkin tengjast röð verka sem listakonan sýndi undir yfirskriftinni Draumur móður minnar í Norrtälje Konsthall árið 2022, Gallery…
Erla S. Haraldsdóttir Hún vildi gera sína útgáfu af boðun Maríu og sést hér fyrir framan verkið sem hún málaði á einn veggja Neskirkju.
Erla S. Haraldsdóttir Hún vildi gera sína útgáfu af boðun Maríu og sést hér fyrir framan verkið sem hún málaði á einn veggja Neskirkju. — Morgunblaðið/Eggert

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Tæri er yfirskrift sýningar Erlu. S. Haraldsdóttur í Neskirkju en þar sýnir hún málverk, teikningar og veggmynd. Verkin tengjast röð verka sem listakonan sýndi undir yfirskriftinni Draumur móður minnar í Norrtälje Konsthall árið 2022, Gallery Gudmundsdottir árið 2023, og í Listasafni Árnesinga 2024. Þau verk tengdust draumi sem langalangömmu hennar dreymdi sem barn þegar huldumaður birtist henni og bað um aðstoð fyrir konu sína sem var í barnsnauð.

Milli draums og vöku

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók merkir orðið „tæri“ tengsl, félagsskapur, komast í tæri við, kynnast. Verkin í Neskirkju fjalla öll um kynni, en engin venjuleg kynni.

...