— Morgunblaðið/Eggert

Myndskeið af tónlistarmanninum Jóni Jósep Snæbjörnssyni, oft kölluðum Jónsa, með Lúðrasveit verkalýðsins fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla og sögðust margir ekki geta hætt að horfa. „Áður en ég varð söngvari þá var ég á slagverki. Ég er upprunalega trommuleikari og þar af leiðandi kann ég alveg á eitthvert svona hljóðfæri eins og til að mynda bassatrommu,“ segir Jónsi. „Ég hef verið svo heppinn að þau hringja í mig ár hvert, það er svolítill hávaði í mér en þau gleyma því á hverju ári. En ég er mjög þakklátur.“ Lestu meira á K100.is.