Viktor Jónsson, sóknarmaður Skagamanna, var besti leikmaðurinn í þrettándu umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Viktor átti sannkallaðan stórleik og skoraði fjögur mörk, auk þess að leggja eitt upp, þegar ÍA burstaði HK 8:0 á laugardaginn. Fyrir það fékk hann þrjú M í einkunn hjá Morgunblaðinu og er fyrsti leikmaðurinn sem fær þá einkunn á þessu tímabili.

Þetta er í annað sinn sem Viktor er leikmaður umferðarinnar í ár en hann var það einnig í 2. umferðinni í apríl. Þá skoraði hann þrennu þegar ÍA vann HK 4:0 í Kórnum.

Jafnaði Jónatan Inga

Viktor er orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar í ár með 12 mörk, einu marki meira en Patrick Pedersen hjá Val, og nú er hann einnig orðinn efstur í

...