Íslandsmeistarar FH í handknattleik karla fara beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í haust en Valsmenn, sem urðu Evrópubikarmeistarar í vor, þurfa að fara í eina umferð í undankeppni til að komast í riðlakeppnina.

Handknattleikssamband Evrópu birti flokkun liða í keppninni í gær en dregið verður til undankeppninnar 16. júlí og til riðlakeppninnar 19. júlí.

Auk FH eru þrjú Íslendingalið í hópi 22 liða sem þegar hafa fengið sæti í riðlakeppninni. Það eru Kadetten, lið Óðins Þórs Ríkharðssonar í Sviss, Sävehof, lið Tryggva Þórissonar í Svíþjóð, og Benfica, lið Stivens Tobars Valencia í Portúgal.

Valur í efri flokki

Valsmenn eru í efri styrkleikaflokki af 18 liðum sem spila um níu laus sæti í deildinni. Með þeim í efri flokki

...