Tónlistarmaðurinn Richard Melville Hall, betur þekktur sem Moby, er bandarískur tónlistarmaður, lagahöfundur, söngvari, framleiðandi og dýraverndunarsinni. Blaðamanni bauðst einkaviðtal við Moby nú á dögunum þar sem hann var meðal annars spurður út…
Einkaviðtal „Það hefur lengi verið á markmiðalistanum mínum að heimsækja Ísland,“ segir tónlistarmaðurinn.
Einkaviðtal „Það hefur lengi verið á markmiðalistanum mínum að heimsækja Ísland,“ segir tónlistarmaðurinn. — Ljósmynd/Mike Formanski

VIðtal

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

Tónlistarmaðurinn Richard Melville Hall, betur þekktur sem Moby, er bandarískur tónlistarmaður, lagahöfundur, söngvari, framleiðandi og dýraverndunarsinni. Blaðamanni bauðst einkaviðtal við Moby nú á dögunum þar sem hann var meðal annars spurður út í nýju plötuna, ferilinn og tónleikaferðalagið sem hefst í september. „Þegar ég var 9 ára gamall byrjaði ég að spila á gítar en mig dauðlangaði að verða frábær söngvari. Mig langaði að vera Paul McCartney, mig langaði að vera David Bowie en svo fór ég að spila í hljómsveit og komst fljótt að því að ég er ekki góður söngvari. Ég er ekki slæmur söngvari en ég er enginn David Bowie,“ segir Moby spurður að því hvernig sú hugmynd hafi kviknað að búa til plötu í samstarfi við 13 aðra söngvara. Nýjasta plata hans, always

...