Af sýningunni Guðrún Ó. Thorarensen fjallkona 17. júní 1958.
Af sýningunni Guðrún Ó. Thorarensen fjallkona 17. júní 1958.

Sumarsýning Byggðasafns Árnesinga nefnist Konurnar á Eyrarbakka og stendur hún nú opin í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Sýningin byggir á samnefndri bók eftir Jónínu Óskarsdóttur, bókavörð og menningarmiðlara, og fjallar líkt og bókin um hversdagslíf og afrek kvenna á Eyrarbakka. Aðalpersónur eru, skv. tilkynningu, 38 konur sem allar lifðu eða mundu tíma þegar nýtni og þrautseigja, en ekki síst nágrannakærleikur, var mikilvægur þáttur í lífi allra. Umfjöllunarefnið spannar langan tíma en í kastljósi er samfélagsmyndin um miðja síðustu öld. Sumarsýningin er opin líkt og safnið sjálft alla daga kl. 10 til 17 fram í septemberlok.