Framtíð íþróttastarfs í Grindavík er enn í mikilli óvissu, segir Haukur G. Einarsson, formaður stjórnar knattspyrnudeildar Grindavíkur. Enn sé þó stefnt að því að halda starfinu áfram með einhverjum hætti
Grindavík Ungmenni vilja áframhaldandi íþróttastarf í Grindavík en ekki er vitað hvort það verði hægt.
Grindavík Ungmenni vilja áframhaldandi íþróttastarf í Grindavík en ekki er vitað hvort það verði hægt. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Viktoría Benný B. Kjartansdóttir

viktoria@mbl.is

Framtíð íþróttastarfs í Grindavík er enn í mikilli óvissu, segir Haukur G. Einarsson, formaður stjórnar knattspyrnudeildar Grindavíkur. Enn sé þó stefnt að því að halda starfinu áfram með einhverjum hætti.

Óvissan tengist fyrst og fremst uppbyggingu bæjarins eftir eldsumbrotin. „Nú er gosið hætt en spurning hvort það kemur annað. Við vitum því ekki enn hvort farið verður í endurbætur á bænum,“ segir Haukur við Morgunblaðið.

Hann segir mörgum spurningum ósvarað um framtíð Grindavíkur. Í millitíðinni hefur knattspyrnudeildin fengið stuðning frá Víkingi með aðstöðu í Fossvoginum.

„Við fengum að hengja upp öll auglýsingaskiltin, flagga okkar fánum, nota aðstöðuna

...