Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í gær að vísa tveimur málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins vegna meintra óréttmætra takmarkana á frjálsri för launafólks og þjónustufrelsi. Árið 2019 barst ESA kvörtun frá íslenskum ríkisborgara sem starfaði hjá…
EFTA Höfuðstöðvar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) eru í Brussel.
EFTA Höfuðstöðvar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) eru í Brussel. — Ljósmynd/EFTA

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í gær að vísa tveimur málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins vegna meintra óréttmætra takmarkana á frjálsri för launafólks og þjónustufrelsi.

Árið 2019 barst ESA kvörtun frá íslenskum ríkisborgara sem starfaði hjá Flugöryggisstofnun Evrópu og hafði verið synjað um flutning á starfstengdum lífeyri sem áunninn var á Íslandi til stofnana ESB.

EES-samningurinn gerir íbúum EES og EFTA-ríkjanna kleift að starfa hjá stofnuninni og kveðið er á um að starfsmannareglur ESB skuli gilda um starfsfólk stofnunarinnar. Þær reglur gera ráð fyrir möguleika á flutningi áunninna réttinda og setur synjun á flutningi lífeyris hlutaðeigandi í verri stöðu en samstarfsfélaga þeirra frá öðrum EES-ríkjum.

Varðar skerðingu á atvinnuleysisbótum

Hin kvörtunin, sem barst ESA

...