Guðlaugur Þór Þórðarson loftslagsráðherra kveðst vongóður um að margháttaður ávinningur þess að eiga rafbíl muni örva sölu rafbíla á ný. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins í síðustu viku um hrun í sölu rafbíla
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Guðlaugur Þór Þórðarson loftslagsráðherra kveðst vongóður um að margháttaður ávinningur þess að eiga rafbíl muni örva sölu rafbíla á ný.

Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins í síðustu viku um hrun í sölu rafbíla. Þannig voru nýskráningar rafknúinna fólksbíla á Íslandi um 76% færri á fyrri hluta ársins en á sama tímabili í fyrra. Nýskráningum fækkaði úr 3.921 rafbíl í 956 rafbíla.

Guðlaugur Þór segir ýmislegt í undirbúningi sem muni örva sölu rafbíla á ný. „Það má nefna að nýtt hlunnindamat tók gildi 1. júlí og það er enn eitt skrefið til að gera það hagkvæmara að vera á rafbíl,“ segir Guðlaugur Þór og vísar til hlunnindamats á bílum sem fólk á rétt á frá vinnuveitanda. Með breytingunum jafnast tekjuskattur af

...