Þau átján sem voru í ákærð í máli er varðar innflutning, vörslu, sölu og dreifingu fíkniefna eru öll með íslenskan ríkisborgararétt. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara. Talið er að þau hafi komið að skipulagðri brotastarfsemi glæpahóps en ákæra var gefin út á föstudag. Á meðal ákærðu er meintur höfuðpaur hópsins.

„Þetta er í raun og veru öll flóran,“ segir Karl spurður um brot sakborninganna.Telur hann upp geymslu fíkniefna, innflutning á efnum og „allt þar á milli“. Nefnir hann þá dreifingu og sölu fíkniefna til útskýringar og bætir við að málið varði líka peningaþvætti og vopnalagabrot.

Flest­ir sak­born­ing­arnir voru hand­tekn­ir vegna innflutnings fíkni­efna til lands­ins með skemmti­ferðaskipi. Spurður hvaðan efnin voru flutt kveðst Karl ekki ætla að tjá sig um það að svo stöddu.