Einstök sýn er til fjalla og himinhárra bjarga á ystu nesjum þegar siglt er við strendur landsins. Þetta þekkja sjómenn vel, svo sem þeir sem eru í strandsiglingum Eimskips. Frá því á síðasta ári hefur félagið gert ms
Selfoss Við bryggju á Húsavík. Skipið er 127 m langt og 7.464 brt. að þyngd.
Selfoss Við bryggju á Húsavík. Skipið er 127 m langt og 7.464 brt. að þyngd.

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Einstök sýn er til fjalla og himinhárra bjarga á ystu nesjum þegar siglt er við strendur landsins. Þetta þekkja sjómenn vel, svo sem þeir sem eru í strandsiglingum Eimskips. Frá því á síðasta ári hefur félagið gert ms. Selfoss út til slíkra siglinga sem eru að jafnaði vikulega. Lagt er upp frá Reykjavík síðdegis á fimmtudegi og þá siglt norður á bóginn.

Í áætlun þeirri sem gildir er viðkoma höfð á Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík og henta skipaflutningar vel til dæmis þegar farmurinn er í gámum, þá gjarnan grófvara eða varningur sem hefur langt geymsluþol. Með siglingum er álagi þungra flutningabíla að nokkru leyti létt af vegum, eins og ákall hefur verið um.

Í höfnum vestra og á Norðurlandi

...