Von er á framhaldi af gamanmyndinni The Devil Wears Prada frá árinu 2006 en búist er við að helstu leikarar og aðstandendur myndarinnar snúi aftur, þar á meðal leikstjórinn David Frankel
Tískuheimurinn Hathaway og Streep í fyrri myndinni frá árinu 2006.
Tískuheimurinn Hathaway og Streep í fyrri myndinni frá árinu 2006.

Von er á framhaldi af gamanmyndinni The Devil Wears Prada frá árinu 2006 en búist er við að helstu leikarar og aðstandendur myndarinnar snúi aftur, þar á meðal leikstjórinn David Frankel. Á vef The Guardian kemur fram að handritshöfundurinn Aline Brosh McKenna, sem skrifaði handrit fyrri myndarinnar upp úr skáldsögu Lauren Weisberger, eigi í viðræðum þessa dagana um framhaldið. Aðalpersónan, Andy Sachs, sem leikin var af Anne Hathaway er þó ekki sögð vera á skrá nýju myndarinnar en þær Meryl Streep, Hathaway og Emily Blunt hafa þó verið duglegar að hittast og fyrir stuttu ræddu Blunt og Hathaway myndina í þættinum Actors on Actors. „Við skemmtum okkur konunglega við tökurnar,“ sagði Blunt í þættinum. „Ég held að engin okkar hafi búist við að myndin yrði að því sem hún varð. Fólk nefnir hana við mig í hverri viku, þetta verður myndin sem breytti lífi mínu.“