Hildur Sverrisdóttir
Hildur Sverrisdóttir

Nýlega voru hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækkaðar og á næstu tveimur árum mun þakið svo hækka frekar. Samanlagt helmingshækkun. Sú réttarbót kom eftir breytingar á barnabótakerfinu, lengingu fæðingarorlofs og fleiri breytingar ríkisstjórnarinnar í þágu barnafjölskyldna.

Stjórnarandstaðan segir samt að lítið hafi verið aðhafst í málaflokknum.

Í baráttu sinni við að telja barnafjölskyldum trú um að þau séu best til þess fallin að stýra för hefur Samfylkingin til að mynda lagt fram stefnu með fögrum fyrirheitum en reyndar líka blygðunarlausum sögufölsunum líkt og að tólf mánaða fæðingarorlof hafi orðið að lögum undir þeirra forystu árið 2012. Hið sanna er að það var gert fyrir fjórum árum af sitjandi ríkisstjórn.

Vitaskuld getur maður sett sig í spor þess Samfylkingarfólks

...

Höfundur: Hildur Sverrisdóttir