Tólfta einkasýning Önnu Þóru Karlsdóttur, Náttúrulega, var opnuð nýverið á Korpúlfsstöðum. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13 til 18 og aðgangur er ókeypis en hún stendur opin til 21
Einkasýning Myndlistarkonan Anna Þóra sýnir á Korpúlfsstöðum.
Einkasýning Myndlistarkonan Anna Þóra sýnir á Korpúlfsstöðum.

Tólfta einkasýning Önnu Þóru Karlsdóttur, Náttúrulega, var opnuð nýverið á Korpúlfsstöðum. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13 til 18 og aðgangur er ókeypis en hún stendur opin til 21. júlí.

„Verk Önnu Þóru taka á sig ýmsar myndir, ullin sem hvíldi á jörðinni lyftist upp í rýminu og efni breytist í anda. Fyrir augum okkar svífa línur, litir og form sem líða um í rýminu og beina sjónum okkar til himins og jarðar. Þó að sum þeirra sýnist við fyrstu sýn vera bundin í formi sínu eru þau, þegar betur er að gáð, án fastra útlína eða ramma. Þau leita út í rýmið og tengjast þannig umhverfi sínu og umheimi á náttúrulegan og eðlilegan hátt,“ segir í tilkynningu.

Anna Þóra hefur fengist við myndlist og myndlistarkennslu frá því hún lauk námi í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Konstfack í Stokkhólmi.