„Ég er spennt fyrir þessu og vonandi fáum við góð úrslit,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, við Morgunblaðið en Ísland mætir Þýskalandi á morgun í undankeppni EM á Laugardalsvellinum klukkan 16.15
Unnu Ingibjörg Sigurðardóttir í sigurleiknum gegn Austurríki á Laugardalsvellinum í síðasta mánuði en Ísland stendur vel að vígi í riðlinum.
Unnu Ingibjörg Sigurðardóttir í sigurleiknum gegn Austurríki á Laugardalsvellinum í síðasta mánuði en Ísland stendur vel að vígi í riðlinum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

EM 2025

Ásta Hind Ómarsdóttir

astahind@mbl.is

„Ég er spennt fyrir þessu og vonandi fáum við góð úrslit,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, við Morgunblaðið en Ísland mætir Þýskalandi á morgun í undankeppni EM á Laugardalsvellinum klukkan 16.15.

Þýskaland er í fjórða sæti á heimslistanum og Ísland tapaði, 3:1, síðast þegar liðin mættust í fyrri leik liðanna í keppninni í haust, svo þetta verður erfiður leikur en Ingibjörg er spennt fyrir honum.

„Það þarf varla að gíra sig upp fyrir þennan leik, sérstaklega á heimavelli. Við þurfum að verjast vel og nýta þau færi sem við fáum. Þetta er mjög gott lið og við þurfum að gera það sem við erum góðar í.“

...