Þráinn Sigurðsson fæddist 31. ágúst 1952. Hann lést 23. júní 2024.

Útför fór fram 4. júlí 2024.

Nú hefur Þráinn mágur minn kvatt okkur. Fyrir 48 árum kvæntist hann yngstu systur minni Hrönn og byggðu þau sér heimili í Mosfellsbæ. Þegar hann fór í nám í byggingatæknifræði við Stockholms tekniska institut fluttu þau út með Guðlaugu Írisi á fyrsta ári. Þau bjuggu hjá okkur í Stenhamra til að byrja með þar til þau fengu íbúð í Rinkeby. Við áttum góð og skemmtileg námsmannaár þar saman. Fórum m.a. um jól í skíðaferð og lékum okkur í snjónum og svo á kvöldin var setið við arineld og hlustað á „Rodda vin“ þ.e. Rod Stewart.

Við fluttum heim 1981 og þau ári seinna til Siglufjarðar. Þar tóku þau virkan þátt í félagslífi, para- og hjónaklúbbi og Þráinn í kirkjukórnum. Þegar við fórum í umbætur

...