Iðnaður Minni tekjur af áli og kísiljárni draga niður útflutningstekjur.
Iðnaður Minni tekjur af áli og kísiljárni draga niður útflutningstekjur. — Morgunblaðið/Birgir Ísleifur Gunnarsson

Útflutningstekjur íslensks iðnaðar námu 698 mö.kr. á síðasta ári og drógust saman um 10% milli ára. Ástæðu samdráttarins má rekja til lægri útflutningstekna af áli og kísiljárni, en verðlækkanir á afurðum og raforkuskerðing hafa haft sérstaklega neikvæð áhrif á afkomu greinarinnar. Á móti samdrætti í útflutningi áls og kísiljárns vóg þó vöxtur í útflutningstekjum hugverkaiðnaðar, en þær námu um 263 mö.kr. á síðasta ári, eða rúmum 14% af heildarútflutningstekjum alls hagkerfisins.

Samtök iðnaðarins áætla að tekjurnar verði yfir 300 ma.kr. á þessu ári, en útflutningstekjur hugverkaiðnaðar á fyrstu fjórum mánuðum ársins námu um 86 mö.kr. sem er 7% aukning frá sama tíma í fyrra. Iðnaður er nú stærsta útfluningsgrein íslenska hagkerfisins eða um 38% af heildarútflutningstekjum þjóðarbúsins, en til samanburðar námu útflutningstekjur ferðaþjónustunnar á síðasta ári tæpum 32%

...