Longdown Skipinu var beint til hafnar í Vestmannaeyjum.
Longdown Skipinu var beint til hafnar í Vestmannaeyjum. — Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson

Búið er að gefa út ákæru í máli er varðar árekstur flutningaskipsins Longdawn og strandveiðibátsins Höddu HF 52 .Verður málið þingfest fyrir dómi og ákæra birt í dag.

Þingfest verður fyrir Héraðsdómi Reykjaness kl. 13 en Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir að búið sé að gefa út ákæru í málinu.

Kveðst hann þó ekki geta upplýst um efnistök ákærunnar fyrr en hún hafi verið formlega birt fyrir ákærðu á morgun.

Í farbanni síðan í maí

Tveir skipverjar Longdawn hafa réttarstöðu sakbornings í málinu og hafa sætt farbanni frá því í maí vegna rannsóknarhagsmuna.

Báturinn Hadda sökk norðvestur af Garðskaga 16. maí og voru skipstjóri og stýrimaður skipsins Longdawn handteknir vegna gruns um að hafa yfirgefið mann í

...