Íris Edda Nowenstein
Íris Edda Nowenstein

Ekki hafa farið fram neinar formlegar umræður meðal talmeinafræðinga um kynhlutlaust málfar, ekki frekar en um allskyns önnur tilbrigði í tungumálinu, segir Íris Edda Nowenstein, talmeinafræðingur og lektor í íslenskri málfræði og máltækni hjá Háskóla Íslands.

Hún segir mikilvægt að talmeinafræðingar séu meðvitaðir um að tungumálið geti verið breytilegt og túlki ekki breytileikann sem frávik.

Kynhlutlaust málfar flokkast undir breytileika málsins og tæknilega séð sé ekkert rétt eða rangt í þeim efnum.

Íris segir áhugavert hve sterkar skoðanir Íslendingar hafa á breytingum er varða tungumálið. Nokkuð ljóst sé að okkur þyki ansi vænt um móðurmálið.

Niðurstöður rannsókna sýna að börn bregðast með mismunandi hætti við breytingum

...