Hallbera Árný Ágústsdóttir (Halla) fæddist 19. október 1938 í Grindavík. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 14. júní 2024.

Foreldrar hennar voru Ágúst Sigurðsson, skipstjóri og útgerðarmaður frá Þúfnavöllum á Skagaströnd, f. 1906, d. 1975, og Matthildur Sigurðardóttir húsfreyja frá Akrahóli í Grindavík, f. 1914, d. 2005.

Halla átti fjóra bræður og níu systur. Bræður Höllu eru Bjarni Guðmann, f. 1931, d. 2012. Ólafur, f. 1935, d. 2019. Sigurður, f. 1948. Ægir, f. 1954. Systur Höllu eru Sigrún, f. 1936, d. 2021. Bára, f. 1940, d. 2020. Alda, f. 1940. Ása, f. 1941. Þórdís, f. 1942. Sigríður, f. 1946. Hrönn, f. 1951. Bylgja, f. 1952, d. 2009. Sjöfn, f. 1956. Þau ólust upp í Hraunteigi í Grindavík.

Fyrri maður Höllu var Níels Adolf Guðmundsson sjómaður í Grindavík, f.

...