Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli í dag og getur tryggt sér sæti á EM. Á völlinn mæta um þrjú þúsund þátttakendur Símamótsins í fótbolta sem er skemmtilegasti viðburður í heimi þegar þú ert átta ára
Fjöldi Stúlkurnar fjölmenna á landsleikinn.
Fjöldi Stúlkurnar fjölmenna á landsleikinn. — Ljósmynd/Breiðablik

Ásta Hind Ómarsdóttir

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli í dag og getur tryggt sér sæti á EM.

Á völlinn mæta um þrjú þúsund þátttakendur Símamótsins í fótbolta sem er skemmtilegasti viðburður í heimi þegar þú ert átta ára. Síðustu ár hafa lið á mótinu heitið í höfuðið á leikmönnum sem mér fannst fyrst aumingjaskapur og alveg út í hött. Átta ára leikmenn vita alveg hver er í besta liðinu og það ætti ekkert að þurfa að fela þetta en í dag finnst mér þetta frábær hugmynd. Ekki til þess að fela getu leikmanna heldur til þess að kynna leikmenn meistaraflokks og landsliðsins, sem geta verið frábærar fyrirmyndir, fyrir yngri iðkendum. Á þessum aldri vissi ég líklegast bara hverjar Glódís Perla Viggósdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir voru en í dag fá stelpur að heyra nöfn

...