Kristrún Frostadóttir
Kristrún Frostadóttir

Nýja Samfylkingin undir stjórn Kristrúnar Frostadóttur leggur sig í líma við að skilja sig frá fortíðinni. Nafni flokksins og merki var breytt, en þó ekki kennitölunni. Flokkurinn er í óða önn að skipta um stefnu í helstu málum og sagt er að megninu af þingflokknum verði skipt út. Af skoðanakönnunum verður ekki annað ráðið en að almenningur sé hæstánægður með það allt.

Í pistli í blaðinu í gær varð Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, það á að atast í Samfylkingu fyrir að stæra sig af 12 mánaða fæðingarorlofi; hún hefði alls ekki komið því á. Eftir hávær mótmæli baðst hún svo afsökunar á því, það hefði víst verið samþykkt 2012.

Hæverska Hildar er lofsverð en óþörf. Ríkisstjórn Samfylkingar samþykkti lengingu fæðingarorlofs nefnilega í andarslitrunum, hugaði ekkert að fjármögnun hennar og ætlaði að eftirláta

...