Svanhildur Snæbjörnsdóttir fæddist 14. október 1922. Hún lést 2. júlí 2024.

Útför Svanhildar fór fram 10. júlí 2024.

Amma var virkur þátttakandi í lífi og uppeldi mínu og frændsystkina minna. Sem börn dvöldum við hjá henni dögum og jafnvel vikum saman. Eignuðumst vini í næstu húsum sem héldu hópinn, hjóluðum um hverfið eða renndum okkur á sleða í brekkunni á bak við hús. Hún amaðist aldrei við ærslunum í okkur krökkunum, hvatti okkur áfram ef eitthvað var. Amma var sjálf alltaf að sýsla eitthvað. Hún varði löngum stundum í garðinum á sumrin, hugaði að blómunum sínum, setti niður kartöflur og grænmeti. Maður fann hana oft og iðulega með skuplu á höfði og í vinnuhönskum að snyrta garðinn sinn. Hún var ákaflega stolt af bóndarósunum sínum sem blómstruðu svo fallega sunnan við húsið. Og þar lágu þær amma og Hlalla oft á sólríkum dögum,

...