Páll Gunnar Pálsson
Páll Gunnar Pálsson

Samkeppniseftirlitið (SKE) ber fyrir sig að annir hafi tafið afhendingu og skil þeirra gagna sem aflað var með ólögmætum hætti síðasta sumar frá sjávarútvegsfyrirtækjum í tengslum við rannsókn eftirlitsins á eignatengslum í greininni.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra SKE, við fyrirspurn Morgunblaðsins. Hann segir þó að fyrirhugað sé að skila gögnunum á næstu vikum.

Fjallað var um málið í ViðskiptaMogganum í vikunni, þar sem fram kom að gögnum hafi enn ekki verið skilað. Þá telja sjávarútvegsfyrirtæki að skortur sé á skýringum af hálfu eftirlitsins á því hvers vegna eftirlitið hafi enn ekki staðið við skil á gögnunum. Öflun gagnanna var sem kunnugt er metin ólögmæt af áfrýjunarnefnd samkeppnismála.

SKE hafði

...