Brynjólfur Ómarsson ólst upp í Ólafsfirði til átta ára aldurs. „Ég ólst upp á Túngötunni í Ólafsfirði, sem er hálfa leið upp í fjall og rétt fyrir ofan fótboltavöllinn, svo maður eyddi vetrum í það að labba upp á fjall og renna sér á skíðum…
Súkkulaði Brynjólfur að bragðbæta súkkulaði í fyrirtæki sínu, en hann notar eingöngu kakóbaunir frá Suður-Ameríku, sem hann segir betri og léttari.
Súkkulaði Brynjólfur að bragðbæta súkkulaði í fyrirtæki sínu, en hann notar eingöngu kakóbaunir frá Suður-Ameríku, sem hann segir betri og léttari.

Brynjólfur Ómarsson ólst upp í Ólafsfirði til átta ára aldurs. „Ég ólst upp á Túngötunni í Ólafsfirði, sem er hálfa leið upp í fjall og rétt fyrir ofan fótboltavöllinn, svo maður eyddi vetrum í það að labba upp á fjall og renna sér á skíðum heim, eða fara á fótboltavöllinn að leika.“ Þegar foreldrar hans skildu flutti Brynjólfur með móður sinni til Akureyrar í tvö ár og fór svo með henni til Óslóar í Noregi, þar sem hún fór í framhaldsnám.

„Það gekk vel hjá mér að aðlagast Noregi og eftir aðeins tvo mánuði var ég kominn í venjulegan bekk. Ég held að ég hafi búið að því að kunna íslenska málfræði sem er miklu flóknari en sú norska.“

Þegar heim var komið fluttist hann með móður sinni til Reykjavíkur og ákvað að fara í Verslunarskóla Íslands. „Afi minn, Brynjólfur Sveinsson, var mikill verslunarmaður á Ólafsfirði og

...