Tólf Össur Haraldsson var markahæstur gegn Pólverjum.
Tólf Össur Haraldsson var markahæstur gegn Pólverjum. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Strákarnir í U20 ára landsliði Íslands eiga möguleika á að komast í átta liða úrslit á EM í Slóveníu eftir sigur á Pólverjum, 37:32, í gær. Össur Haraldsson skoraði tólf mörk, Elmar Erlingsson gerði sex, Hinrik Hugi Heiðarsson og Reynir Þór Stefánsson fimm hvor. Íslenska liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína og mætir Svíum í lokaumferð riðilsins á morgun. Sigurlið riðilsins kemst áfram ásamt tveimur liðum sem enda í öðru sæti riðlanna sex.