Verslun Aðalsteinn Pálsson (t.v.), forstjóri Icewear, á 10% hlut í félaginu en Ágúst Þór Eiríksson (t.h.) er aðaleigandi fyrirtækisins með 90% hlut.
Verslun Aðalsteinn Pálsson (t.v.), forstjóri Icewear, á 10% hlut í félaginu en Ágúst Þór Eiríksson (t.h.) er aðaleigandi fyrirtækisins með 90% hlut. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Hagnaður Drífu ehf., sem meðal annars rekur verslanir undir merkinu Icewear, nam í fyrra tæpum 1,2 milljarði króna, samanborið við hagnað upp á rúmar 980 milljónir króna árið áður. Þá hafði hagnaðurinn nær tvöfaldast á milli ára. Tekjur félagsins í fyrra námu tæpum 7,3 milljörðum króna og jukust um 1,6 milljarð króna á milli ára, eða 28%. Rekstrarhagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði nam tæpum 1,6 milljarði króna og jókst um 320 milljónir króna á milli ára.

Fjöldi ársverka á árinu var 158 og fjölgaði um 35. Launakostnaður hækkaði nokkuð á milli ára, eða um tæpar 450 milljónir króna, og nam í fyrra tæpum 1,7 milljarði króna. Þá jókst húsnæðiskostnaður um tæpar 330 milljónir króna á milli ára.

Eigið fé Drífu var tæpir 2,5 milljarðar króna í árslok. Stjórn félagsins mun leggja til 300 milljóna króna arðgreiðslu fyrir síðsta rekstrarár. Ágúst

...