Stefán Gunnar Hjálmarsson sagnfræðingur og kennari fæddist 22. maí 1948 í Mosfellssveit. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 3. júlí 2024.

Foreldrar hans voru Hjálmar Alexander Stefánsson, f. 1926, d. 2016, og Anna Þorbjörg Víglundsdóttir, f. 1928, d. 2017. Systkini Stefáns eru Ásbjörn, f. 1949, Dagný Mjöll, f. 1951, Oddný Sigurrós, f. 1956, Gunnar Lárus, f. 1965, og Hjálmar Þorbjörn, f. 1967, d. sama ár.

Dóttir Stefáns er Ragna, f. 1983 gift Funa Magnússyni, f. 1983. Börn þeirra eru Einar Frosti, f. 2006, Sindri Hrafn, f. 2011, og Þorbjörg Tinna, f. 2016. Móðir Rögnu og barnsmóðir Stefáns er Þorbjörg Skúladóttir, f. 1961.

Fyrstu 13 ár ævi sinnar bjó Stefán á Reykjalundi í Mosfellssveit en flutti með fjölskyldu sinni til Kópavogs árið 1961 þar sem hann tók landspróf og sleit barnsskólanum.

...