Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Stofnendur nýsköpunarfyrirtækisins Explore Iceland segja að eitt af markmiðum með stofnun fyrirtækisins sé að færa ferðaþjónustuna í rafrænni og sjálfvirkari búning.

„Ofan á það spá ferðamálastofa, bankarnir og ISAVIA fyrir metfjölda ferðamanna á komandi árum með yfir 2,7 milljónir ferðalanga árið 2026. Við erum mjög bjartsýnir á stöðu ferðaþjónustunnar til lengri tíma,“ segir Zakarías Friðriksson, annar stofnenda Explore Iceland.

Appið virkar þannig að stofnendur fyrirtækisins og ákveðnir sérfræðingar safna saman skemmtilegum sögupunktum um Ísland. Þessir sögupunktar fara síðan í gegnum ferli þar sem þeir eru ritrýndir, breytt í talað mál og fluttir inn í appið. Þá er hægt að skoða, lesa og með leyfi

...