EM 2024

Jökull Þorkelsson

jokull@mbl.is

Úrslitaleikur Evrópumótsins í knattspyrnu karla á milli Spánar og Englands fer fram fyrir framan 75 þúsund áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í Berlín í Þýskalandi annað kvöld. Spænska liðið hefur verið sannfærandi á mótinu og getur unnið sinn fjórða Evrópubikar. Stígandi hefur verið í enska liðinu sem getur unnið sitt fyrsta Evrópumót og í leiðinni fyrsta stórmót í 58 ár.

Spánverjar sigurstranglegri

Spænska liðið hefur verið best leikandi liðið á EM. Spánverjar settu tóninn í fyrsta leik þegar þeir unnu Króatíu 3:0 og hafa ekki litið til baka síðan.

Spánn er líka með það í farteskinu að hafa nú þegar slegið út lið sem voru líkleg til árangurs. Í átta

...