Jón Sturla Ásmundsson fæddist 17. júlí 1934. Hann lést 27. júní 2024.

Útför hans fór fram 4. júlí 2024.

Elsku pabbi okkar hefur nú kvatt eftir langt og farsælt líf, það vantaði þrjár vikur upp á 90 ára afmælisdaginn. Það má segja að hann hafi oft verið á undan sinni samtíð hvað varðar heilsusamlegt líferni. Hann stundaði ýmiss konar heilsurækt, ferðalög, félagsstörf og var mikill fjölskyldumaður. Hann var góð fyrirmynd fyrir okkur systur og fjölskyldur okkar. Fyrstu minningar okkar af ferðalögum voru ferðirnar norður í sveitina í Snartatungu til ömmu Svövu og afa Ásmundar. Oft var lagt af stað eftir vinnu og keyrt inn í sumarnóttina og við systurnar gátum sofnað í aftursætinu. Pabbi gat þulið upp öll bæjanöfn á leiðinni norður, einnig nöfn á fjöllum, ám og lækjum. Þetta voru alltaf ævintýraferðir því við undum okkur vel í sveitinni innan

...