Kira Kira Hún mun flytja tónlist af nýjustu plötu sinni, Unaðsdalur.
Kira Kira Hún mun flytja tónlist af nýjustu plötu sinni, Unaðsdalur.

Tónlistar- og kvikmyndagerðarkonan Kira Kira kemur fram á tónlistarhátíðinni Englar og menn í Strandarkirkju á morgun, sunnudaginn 14. júlí, kl. 14. Með henni koma fram Hljómgervill (Sveinbjörn Thorarensen) sem leikur á orgel og Arnljótur Sigurðsson sem leikur á flautur og bassa.

Yfirskrift tónleikanna er „Unaðsdalur í Englavík“ en í vor kom út sjötta hljóðversskífa Kiru Kiru sem ber heitið Unaðsdalur og munu þau meðal annars flytja tónlist af þeirri plötu.

„Tónlist Kiru er kærleiksrík og einlæg og Unaðsdalur fjallar einmitt um að nálgast lífið og tónlistina með opið hjarta,“ segir í tilkynningu.