Tríó Sól fjöl­breytt leikur kammer­verk fyrir tvær fiðl­ur og ví­ólu á sumar­tón­leik­um Lista­safns Sigur­jóns Ólafs­son­ar annað kvöld, þriðjudagskvöldið 16. júlí. Nefna þær dagskrána „Fugla­söngur og sere­nöður“. Tríó Sól skipa fiðlu­leik­ar­arn­ir Emma Garðars­dótt­ir og Sól­rún Ylfa Ingi­mars­dótt­ir og Þór­hild­ur Magnús­dótt­ir víólu­leik­ari. Tríóið legg­ur áherslu á sam­tíma- og þjóð­laga­tónlist en tón­verka­róf­ið fyr­ir þessa hljóð­færa­sam­setn­ingu er held­ur tak­mark­að. Á þess­um tón­leik­um flytja þær verkið O3, sem Ingi­björg Ýr Skarp­héð­ins­dótt­ir samdi fyrir tríó­ið í fyrra, ásamt verk­um eftir Lud­wig van Beet­hoven, Max Reg­er og Zolt­án Kod­ály. Tónleikarnir hefjast að vanda kl. 20.30.