Forystumenn í ferðaþjónustu hafa lýst nokkrum áhyggjum af því að undanförnu að ferðamönnum hér á landi fari fækkandi. Þar er meðal annars horft til umferðar um Keflavíkurflugvöll og fjölda gistinátta. Tæplega er þó hægt að segja að svartnætti sé yfir ferðaþjónustunni. Nefna má að landsmenn sjá ekki betur en hér sé allt fullt af ferðamönnum auk þess sem ferðaheildsalar erlendis segja að góður vöxtur hafi verið hér á landi miðað við samkeppnislönd.

Þá er ástæða til að hafa í huga það sem oft er nefnt en gleymist iðulega, að magn er ekki alltaf það sama og gæði. Vissulega er talsvert rými hér fyrir erlenda ferðamenn, en ekki ótakmarkað. Betra væri að fá tiltölulega færri ferðamenn en um leið tiltölulega betur borgandi.

Dálkurinn Lex í FT bendir á það að víða í Evrópu sé fólk farið að spyrna við fótum vegna of mikils fjölda ferðamanna. Þar er einnig nefnt að fjöldi þeirra sem ferðist með skemmtiferðaskipum vaxi hratt, en einkum þó meðal þeirra sem velji minni

...