Ég á mér þann draum að Laugarnestanginn allur verði friðaður og ég vil ganga lengra, Sundin og eyjarnar sem þau prýða verði einnig friðuð; allt þetta undursamlega samspil í landslaginu og náttúrunni.
Þuríður Sigurðardóttir
Þuríður Sigurðardóttir

Þuríður Sigurðardóttir

Hvað er heima? Þegar ég rakst á svarið „þú átt heima hjá þér“ varð ég hugsi, ég tala nefnilega um að fara heim í Laugarnes þrátt fyrir að hafa verið að heiman í hálfa öld. Ég fæddist inn í umhverfi sem lætur mig muna sig. Fæðingarstaðurinn, Laugarnesbærinn, er farinn en umhverfið og náttúruna sæki ég reglulega heim. John Muir, bóndi, rithöfundur og náttúrusinni, f. 1838, orðaði það þannig: „Heima er náttúran.“

Laugarnesið er að mínu viti vin í borg, sögulegt útivistarsvæði þar sem náttúran kemur sterk inn með lífríki sem manngert útivistarsvæði hefur ekki. Svæðið í heild geymir menningarlandslag sem segir söguna allt frá landnámi til dagsins í dag og Laugarneshóllinn geymir elsta þekkta bæjarstæðið í Reykjavík. Í Laugarnesi var stundaður landbúnaður og fiskveiðar og það voru ekki lítil forréttindi að

...