Á Boðnarmiði er Benedikt Jóhannsson með skemmtilega hugleiðingu um hugleiðingar Markúsar Árelíusar keisara, sem hann ritaði m.a. á kvöldin þegar hann var í hernaði:

Keisarinn skráði á kvöldin

án kveinstafa hugleiðing sína,

þótt ófriðleg væri hans öldin

elsku hann þráði að sýna.

Að morgni á fætur hress fór hann

og föðurland sitt svo hann hyllti.

Samlöndum eiðana sór hann

og sveitunum herja upp stillti.

Menn einsýnir eru í stríði,

þeir eiga í heiminum völdin,

svo fyrir því færa rök lýði

og fara með bænir á kvöldin.

...