Markahæstur Framarinn Reynir Þór Stefánsson sækir að marki Svíþjóðar en hann var markahæstur í liði Íslands í leiknum með sex mörk.
Markahæstur Framarinn Reynir Þór Stefánsson sækir að marki Svíþjóðar en hann var markahæstur í liði Íslands í leiknum með sex mörk. — Ljósmynd/EHF

Íslenska U20 ára landslið karla í handbolta er komið í átta liða úrslit Evrópumótsins í Slóveníu, þrátt fyrir tap gegn Svíþjóð á laugardaginn var.

Eftir sigra á Úkraínu og Póllandi mættust Ísland og Svíþjóð í úrslitaleik um toppsæti F-riðils, þar sem Svíar fögnuðu 33:23-sigri. Reynir Þór Stefánsson var markahæstur hjá Íslandi með sex mörk.

Efsta lið hvers riðils var öruggt með sæti í átta liða úrslitum og þangað fylgdu þau tvö lið sem voru með bestan árangur í öðru sæti. Nægðu sigrarnir gegn Póllandi og Úkraínu íslenska liðinu.

Ísland mætir Portúgal, Austurríki og Spáni í G-riðli átta liða úrslitanna. Tvö efstu liðin fara í undanúrslit. Fyrsti leikur Íslands í riðlinum er gegn Portúgal í dag, síðan tekur við leikur við Austurríki á þriðjudag og loks leikur

...