KA hafði betur gegn Vestra, 2:0, á útivelli í miklum fallslag í Bestu deild karla í fótbolta á Ísafirði í gær. Með sigrinum fór KA úr tíunda sæti og upp í það áttunda, þar sem liðið er með 15 stig og nú fjórum stigum fyrir ofan fallsæti
Ísafjörður Simbabvemaðurinn Silas Songani úr Vestra og Spánverjinn Rodri Gomez hjá KA-mönnum eigast við í leik liðanna á Ísafirði í gær.
Ísafjörður Simbabvemaðurinn Silas Songani úr Vestra og Spánverjinn Rodri Gomez hjá KA-mönnum eigast við í leik liðanna á Ísafirði í gær. — Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Besta deildin

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

KA hafði betur gegn Vestra, 2:0, á útivelli í miklum fallslag í Bestu deild karla í fótbolta á Ísafirði í gær. Með sigrinum fór KA úr tíunda sæti og upp í það áttunda, þar sem liðið er með 15 stig og nú fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.

Vestri er enn í ellefta og næstneðsta sæti, þremur stigum frá HK og öruggu sæti. Gengi Vestra hefur verið hræðilegt síðustu vikur, því liðið er aðeins með einn sigur í síðustu ellefu leikjum í öllum keppnum.

Á sama tíma er KA komið á gott skrið og unnið fimm leiki af síðustu sjö í öllum keppnum og aðeins tapað einu sinni á þeim tíma. Þá er liðið komið í bikarúrslit annað árið í röð.

Sjálfstraustið sem nú er komið í lið KA sást vel í gær, því KA-menn voru sterkari aðilinn allan leikinn og var sigurinn verðskuldaður.

Hallgrímur Mar Steingrímsson

...