Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson

Íslensk þjóðsaga segir frá samtali tveggja kerlinga þar sem önnur sagði frá fágætum fiski sem rak á fjörur. Hún mundi ekki nafnið en eftir að hin hafði romsað upp úr sér alls konar fiskheitum þekkti hún loks eitt og sagði: Ýsa var það, heillin.

Það hefur margt verið sagt og skrifað vegna vinnubragða meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis við breytingar á búvörulögum sem samþykktar voru af stjórnarmeirihlutanum í vor. Gagnrýnin hefur komið víða að; m.a. úr atvinnulífinu, frá verkalýðshreyfingunni, Neytendasamtökunum, Samkeppniseftirlitinu og matvælaráðuneytinu sem vann frumvarpið áður en stjórnarmeirihlutinn greip til sinna ráða.

Gagnrýnin snýr helst að því að kjötframleiðendum var veitt víðtæk undanþága frá samkeppnislögum og ekki er gerð krafa um eignarhald eða stjórn bænda í framleiðendafélögum líkt og í upphaflegu frumvarpi ráðuneytisins. Þannig geta

...