Spánn er Evrópumeistari karla í fótbolta árið 2024 eftir sigur á Englandi, 2:1, í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín í gærkvöldi. Með sigrinum eru Spánverjar einir á toppnum yfir sigursælustu þjóðirnar á EM, með fjóra sigra, en spænska liðið vann einnig 1964, 2008, 2012 og nú 2024
Meistarar Spánverjar fagna fjórða Evrópumeistaratitlinum vel og innilega eftir sigurinn á Englendingum á Ólympíuleikvanginum í Berlín.
Meistarar Spánverjar fagna fjórða Evrópumeistaratitlinum vel og innilega eftir sigurinn á Englendingum á Ólympíuleikvanginum í Berlín. — AFP/Adrian Dennis

EM 2024

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Spánn er Evrópumeistari karla í fótbolta árið 2024 eftir sigur á Englandi, 2:1, í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín í gærkvöldi.

Með sigrinum eru Spánverjar einir á toppnum yfir sigursælustu þjóðirnar á EM, með fjóra sigra, en spænska liðið vann einnig 1964, 2008, 2012 og nú 2024. Þjóðverjar koma þar á eftir með þrjá, en Vestur-Þýskaland vann tvo Evróputitla fyrir sameiningu Þýskalands.

Varamaðurinn Mikel Oyarzabal, leikmaður Real Sociedad, skoraði sigurmark Spánverja á 87. mínútu er hann afgreiddi boltann í netið af stuttu færi eftir sendingu frá Marc Cucurella.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Nico Williams

...