Stefán Gunnar Hjálmarsson fæddist 22. maí 1948. Hann varð bráðkvaddur 3. júlí 2024.

Útför Stefáns fór fram 12. júlí 2024.

Samstarfsmaður minn til margra ára í Brekkubæjarskóla Akranesi, Stefán Hjálmarsson, er allur. Það var mjög óvænt og sárt að frétta. Hann var nýkominn heim úr utanlandsferð en hann var duglegur að fara í slíkar ferðir ýmist einn eða með vinum. Þetta voru oftast borgarferðir, hann var ekki mikið fyrir sólarlandaferðir. Hann var mjög fróður og gaman var að heyra hann segja frá því sem á dagana hafði drifið í þessum ferðum. Stebbi, eins og við kölluðum hann, hafði góða og notalega nærveru og allt samstarf við hann var ljúft og gott! Hann var svolítill prívatmaður og kurteis en gat verið manna skemmtilegastur þegar sá gállinn var á honum, sem var oft, svo var hann lúmskt stríðinn líka en aldrei særandi! Stebbi elskaði að vera

...