Saga banatilræða við Bandaríkjaforseta er löng og blóði drifin, en á laugardag bættist Donald Trump í hóp forseta og fyrrum, sem hafa orðið fyrir ógnum og ofbeldi. Fjórir Bandaríkjaforsetar hafa fallið fyrir morðingjahendi, þeir Abraham Lincoln, James A
Washington Leyniþjónustumaður stendur með brugðna byssu eftir tilræðið við Ronald Reagan.
Washington Leyniþjónustumaður stendur með brugðna byssu eftir tilræðið við Ronald Reagan. — AFP/Mike Evans

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Saga banatilræða við Bandaríkjaforseta er löng og blóði drifin, en á laugardag bættist Donald Trump í hóp forseta og fyrrum, sem hafa orðið fyrir ógnum og ofbeldi.

Fjórir Bandaríkjaforsetar hafa fallið fyrir morðingjahendi, þeir Abraham Lincoln, James A. Garfield, William McKinley og John F. Kennedy. Fjórir til viðbótar, þar á meðal Trump, hafa særst í árásum.

Abraham Lincoln

Morðið á Abraham Lincoln hinn 14. apríl 1865 er enn í minnum haft. Repúblikaninn Lincoln var drepinn þar sem hann fylgdist með leiksýningu úr stúku Ford-leikhússins í höfuðborginni Washington. Morðinginn var John Wilkes Booth, leikari, sem var Lincoln gramur fyrir að hafa veitt þrælum frelsi og haft sigur á Suðurríkjunum

...