Algengt verð á hamborgaramáltíð á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu er í kringum þrjú þúsund krónur og hefur hækkað talsvert síðasta eitt og hálfa árið. Óformleg könnun Morgunblaðsins leiðir í ljós að allir veitingastaðir hafa hækkað verðið og sumir umtalsvert

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Algengt verð á hamborgaramáltíð á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu er í kringum þrjú þúsund krónur og hefur hækkað talsvert síðasta eitt og hálfa árið. Óformleg könnun Morgunblaðsins leiðir í ljós að allir veitingastaðir hafa hækkað verðið og sumir umtalsvert.

Þetta er í þriðja sinn sem slík könnun er framkvæmd. Hin fyrsta var gerð í febrúar 2023 og sú næsta í júní sama ár. Nú, ári síðar, er ástandið engu betra og mjög í takt við þær fréttir sem reglulega berast af erfiðum rekstri veitingahúsa.

Rétt eins og fyrr er dýrasta máltíðin hjá Hamborgarafabrikkunni. Fabrikkustöðunum hefur reyndar fækkað talsvert á þessu eina og hálfa ári en verðið hefur hækkað um 11%. Nú kostar það 3.698 krónur að graðga í sig máltíð þar. Fjögurra manna fjölskylda pungar út tæpum 15 þúsund krónum fyrir herlegheitin. Þá er ekki horft til þess að fjárfest sé í sósum eða

...