Guðmundur Ingi Kristinsson
Guðmundur Ingi Kristinsson

Reykjanesið er eldvirkt svæði og í hverju gosi leysist upp gífurlegt magn mengandi efna. Ekki ætti að vera á það bætandi á nokkurn hátt. En nú stendur til að dæla niður þremur milljónum tonna á ári hverju af menguðum koltvísýringi við Straumsvík einungis nokkur hundruð metrum frá íbúabyggð. Koltvísýringur er menguð lofttegund sem hefur verið fönguð í Evrópu og á að sigla með til Íslands í sérútbúnum mengandi tankskipum.

Það er ótrúleg sóun að það eigi að menga 2.500 lítra af hreinu vatni á sekúndu og dæla því þarna niður með tilheyrandi mengun á landi, vatni og sjó við Straumsvík og í þeim eina tilgangi að Evrópa geti losnað við sína mengun til okkar hreina lands og þá skreytt sig á okkar kostnað með aflátsbréfum um hreinleika.

Til þess að þetta sé hægt þarf að blanda koltvísýringnum við 75 milljónir lítra af íslensku ferskvatni á ári sem síðan er mengað með

...

Höfundur: Guðmundur Ingi Kristinsson