Keflvíkingurinn Agnes María Svansdóttir var valin í úrvalslið B-deildar Evrópumótsins í körfubolta en hún átti stóran þátt í að íslenska liðið endaði í fjórða sæti og náði sínum besta árangri til þessa. Agnes var í þriðja sæti yfir stigahæstu leikmenn mótsins með 17 stig að meðaltali í leik. Þá skoraði hún 26 stig er Ísland vann stórsigur á Írlandi.

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur augastað á Frakkanum Mo Simakan, leikmanni RB Leipzig. Sky í Þýskalandi greinir frá en Liverpool vill styrkja vörn sína fyrir komandi tímabil undir nýjum stjóra, Arne Slot. Simakan, sem er 24 ára gamall, er lykilmaður hjá RB Leipzig.

Knattspyrnumaðurinn Davíð Ingvarsson er á förum frá danska B-deildarfélaginu Kolding eftir stutta dvöl. Félagið tilkynnti tíðindin á heimasíðu sinni í gær en Davíð gekk í

...